top of page

Um mig

Ólafur Geir

 

Netfang: olafur@nstf.is

Sími: 696-7380

IMG_0061.JPG
Einkaþjálfari

Ég er viðurkenndur einkaþjálfari frá ACE (American Council on Exercise) 2018

Heilsunuddari 2012 

Mín hugmyndafræði í þjálfun er að þjálfa í samræmi við markmið og vætingar á heiðarlegan hátt. Það þýðir að tala um hlutina eins og þeir eru og gera það sem þarf að gera. Viðmiðin munu hækka, álagið verður meira og verkefnin og áskoranirnar verða krefjandi bæði í þjálfuninni og utan hennar. 

Þetta er ekki flókið, til þess að ná þeim árangri sem þú vilt ná þarftu að gera hluti sem þú hefur ekki verið að gera hingað til. 

Almennt

Ég hef verið með annan fótinn í líkamsræktarstöðvum síðan 1999 en síðan 2010 hefur líkamsræktin verið stór hluti af daglegu lífi mínu. Síðan þá hef ég reynt á þolmörk þess sem ég hef getað, lært nýja hluti og þróað aðferðarfræði sem ég í dag vinn eftir og fékk snemma vinnuheitið NSTF, sem er skammstöfun sem stendur fyrir nálgun, skynjun, tækni og færni. 

Ég hef ávallt kosið að æfa án þess að nota einver ólögleg frammistöðubætandi efni eins og t.d. stera og í starfi mínu sem einkaþjálfari legg ég mikla áherslu á að vinna eftir þeim gildum. Ekki síður finnst mér mikilvægt að vera fyrirmynd og hvetja fólk til að hafna öllum slíkum efnum. 

Að baki árangri liggur fyrst og fremst heiðarleg vinna og afraksturinn byggir á því framlagi sem hver og einn leggur í verkefnið. Mitt markmið sem þjálfari er að sýna fólki á heiðarlegan hátt hvaða verkfæri er hægt nota og hvernig á að nota þau. Að hjálpa fólki að breyta hugsunarhætti sínum og viðhorfum með það að leiðarljósi að hækka viðmiðin og setja nýja standarda í lífinu. 

Ég segi alltaf að í heilsu- og líkamsrækt er ekki hægt að stytta sér leið. Það er hins vegar hægt að nota ákveðin verkfæri og aðferðir. Lykillinn að því að gera það á skilvirkan og árangursríkan hátt er læra grundvallaratriðin, öðlast skilning og byggja upp færni. Það tekur tíma og kostar vinnu en skilar sér margfalt til baka til lengri tíma. 

bottom of page