Þjálfun, kennsla, ráðgjöf
Ég býð upp á einkaþjálfun, einka-hópaþjálfun fyrir 2-6 saman og fjarþjálfun.
Ég aðstoða einnig með leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi hreyfingu, næringu og lífstíl.
Öll þjálfun er sérstaklega sniðin að þörfum hverju sinni og áhersla er lögð á að hún sé vel útfærð, skilvirk og skili árangri.
Í allri minni þjálfun legg ég áherslu á að viðskiptavinur nái tökum á grunnatriðum, þjálfi upp tækni og færni og kynnist þeim atriðum sem skipta máli til að ná árangri.
Þjálfun
_JPG.jpg)
Einkaþjálfun:
Einkaþjálfun í stöðvum World Class eftir nánara samkomulagi.
Býð einnig einkaþjálfun í privat aðstöðu fyrir fólk sem sérstaklega óskar eftir slíku fyrirkomulagi.

Fjarþjálfun:
Fjarþjálfun þar sem þú stýrir því hvar og hvenær þú æfir. Fjarþjálfunin fer fram í gegn um netsamskipti þar sem ég hjálpa þér með æfingakerfi, mataræði, eftirfylgni og stuðning.

Einka- hópaþjálfun:
Einka- hópaþjálfun fyrir 2-6 saman þar sem nokkrir hafa komið sér saman um að æfa saman undir handleiðslu.