Heilsu- og líkamsrækt án ólöglegra frammistöðubætandi efna. 
Heiðarleg vefsíða sem sýnir hlutina eins og þeir eru... ekkert fancy, ekkert uppstillt. 

Velkomin á vefsíðuna mína. Þetta er einföld blogsíða þar sem ég set inn færslur um ýmislegt er viðkemur heilsu- og líkamsrækt. 

Ég ætla að leyfa þeim sem hafa áhuga að kynnast því hver ég er og hvað ég geri. Eins og kemur skýrt fram að þá nota ég engin ólögleg frammistöðubætandi efni til að bæta árangur minn í líkamsrækt og ég vona að ég geti verið jákvæð hvatning fyrir fólk á öllum aldri til að velja heilbrigðan lífstíl og láta öll slík efni vera. 

Þið fáið innsýn inn í mitt líf, brot úr daglegur lífi og þið fáið að sjá hvernig ég æfi, hvernig ég geri hlutina og hvaða pælingar liggja að baki. Einnig fáið þið innsýn í líf mitt þar sem ég deili með ykkur hvernig er að lifa og stunda krefjandi líkamsrækt með sykursýki týpu2, sáraristilbólgu og astma. 

Mottóið mitt er "settu viðmiðin og leiddu með fordæmi"

og ég mun aldrei selja mig gegn eigin samvisku eða gildum og ég mun aldrei taka þátt í því að vera óheiðarlegur. Frekar geng ég í burtu. 

Nýjustu færslur

Hafa samband

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri eða ert með spurningar endilega sendu mér línu. 

  • Black Facebook Icon

Ólafur Geir Ottósson 2019  |  www.olafurgeir.is  |  olafur@nstf.is

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now